ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í alþjóðlegum sem og norrænum fagmótum sem haldin hafa verið í tengslum við Interfair-matvælasýninguna í Herning á Jótlandi. Árangur íslensku keppendanna hefur alltaf verið góður og má segja að með þátttöku sinni hafi íslenskum kjötiðnaðarmönnum tekist að koma landi sínu,
Góður árangur íslenskra kjötiðnaðarmanna

ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í alþjóðlegum sem og norrænum fagmótum sem haldin hafa verið í tengslum við Interfair-matvælasýninguna í Herning á Jótlandi. Árangur íslensku keppendanna hefur alltaf verið góður og má segja að með þátttöku sinni hafi íslenskum kjötiðnaðarmönnum tekist að koma landi sínu, menntun og ekki síst íslenskum landbúnaðarafurðum rækilega á framfæri, segir í fréttatilkynningu.

Dómarar í keppninni eru kjötiðnaðarmeistarar frá Danmörku, Noregi og Íslandi. Fulltrúi Íslands var Óli Þór Hilmarsson frá Matvælarannsóknum Keldnaholti. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Eftir gagnrýna skoðun dómarahópsins á hverri vöru fyrir sig tínast stigin af, allt eftir eðli gallans hverju sinni. Þar sem hver vara er skoðuð út af fyrir sig geta margar vörur fengið gull, silfur eða brons. Til að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42­45 stig, silfur 46­48 stig og gull 49­50 stig. Vara sem hlýtur gull er því nánast gallalaus. Að lokinni þessari úttekt er valin besta einstaka varan úr hópi gullverðlaunahafa innan hvers vöruflokks.

Keppnin í ár er í tveimur flokkum; flokki hrápylsa, þar eru t.d. spægipylsa, pepperoni o.fl., og flokki hráskinka. Frá Íslandi komu 39 vörutegundir frá þrettán kjötiðnaðarmönnum starfandi í fjórum fyrirtækjum. Af innsendum vörum náðu 37 í verðlaun, sem skiptust í fern gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og tuttugu bronsverðlaun.