LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði fimm ökumenn á einum sólarhring fyrir ölvun við akstur frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns. Einn ökumanna var sviptur ökuréttindum á staðnum. Ökumaður, grunaður um ölvun ók bifreið sinni út af á Skeiðavegamótum, um átta leytið á laugardagsmorgun en slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar var talsverður erill um helgina á Selfossi vegna ölvunar bæjarbúa.

Ölvunarakstur á Selfossi

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði fimm ökumenn á einum sólarhring fyrir ölvun við akstur frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns. Einn ökumanna var sviptur ökuréttindum á staðnum. Ökumaður, grunaður um ölvun ók bifreið sinni út af á Skeiðavegamótum, um átta leytið á laugardagsmorgun en slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar var talsverður erill um helgina á Selfossi vegna ölvunar bæjarbúa.