Berglind í 3. sæti í Ungfrú Norðurlönd í FinnlandiErfitt en skemmtilegt BERGLIND Hreiðarsdóttir sem er 19 ára hreppti þriðja sætið í keppninni Ungfrú Norðurlönd sem fram fór í bænum Ikaalinen í Finnlandi um helgina.
Berglind í 3. sæti í Ungfrú Norðurlönd í Finnlandi Erfitt en

skemmtilegt

BERGLIND Hreiðarsdóttir sem er 19 ára hreppti þriðja sætið í keppninni Ungfrú Norðurlönd sem fram fór í bænum Ikaalinen í Finnlandi um helgina. Áshildur Hlín Valtýsdóttir var einnig fulltrúi Íslands í keppninni en náði ekki verðlaunasæti.

"Þetta er búið að vera erfitt en gaman samt," segir Berglind. "Við skiptum um hótel á hverjum degi og keyrðum á milli bæja á morgnana. Þannig ferðuðumst við um allt Finnland. Við vorum síðan með tískusýningar á daginn og sýningar á kvöldin þannig að við vöknuðum snemma og fórum seint að sofa. Maður svaf bara í rútunni á morgnana."

Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og voru tvær frá hverju landi. "Ég hafnaði í fjórða sæti hér heima og Áshildur varð í öðru sæti þannig að þetta snerist við," segir Berglind. En hafði hún eitthvað upp úr krafsinu? "Við fengum allar peningaverðlaun og bikar sem höfnuðum í þremur efstu sætunum og svo veit maður aldrei hvað manni býðst," svarar hún.

"Við fengum líka alls konar föt af tískusýningunum sem við tókum þátt í." Hvernig kunni hún við Finnland? "Það sem við fengum að sjá af landinu út um rútugluggann var mjög fallegt," segir hún og hlær. "Samt var landslagið dálítið keimlíkt hvar sem maður fór." Berglind útskrifaðist með stúdentspróf í vor, er að vinna hjá World Class og stefnir að því að sækja um hjá Atlanta sem flugfreyja.

BERGLIND Hreiðarsdóttir eftir verðlaunaafhendinguna.

BERGLIND var mætt til vinnu í World Class í gær.

ÍSLENSKU keppendurnir Berglind og Áshildur Hlín Valtýsdóttir.

"Það sem við fengum að sjá af landinu út um rútugluggann var mjög fallegt"