EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að svipta Jean-Marie Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, þinghelgi, í því skyni að greiða fyrir því að hægt verði að draga hann fyrir rétt í Þýzkalandi fyrir meint andgyðingleg ummæli.

Le Pen sviptur þinghelgi

Strassborg. Reuters.

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að svipta Jean-Marie Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, þinghelgi, í því skyni að greiða fyrir því að hægt verði að draga hann fyrir rétt í Þýzkalandi fyrir meint andgyðingleg ummæli.

420 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni um þinghelgissviptingu Le Pens, 20 á móti og 6 sátu hjá. Að atkvæðagreiðslunni lokinni sagði Le Pen í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TV2, að hann væri reiðubúinn að mæta fyrir rétti í München að því tilskildu að hann "verði ekki sendur til Dachau eða Buchenwald".

Saksóknari í Bæjaralandi hafði farið fram á þinghelgissviptinguna til að fá Le Pen til að svara til saka fyrir meint ummæli sín þess efnis, að útrýming nazista á sex milljónum gyðinga væri "hreint smáatriði" í mannkynssögunni.