LÆKNAR útfylla dánarvottorð, sem síðan berast til Hagstofu Íslands og þar eru þau varðveitt í dánarmeinaskrá. Á dánarvottorðum er að finna upplýsingar um dánarorsakir og sjúkdóma hina látnu og er algengt að læknar og aðrir vísindamenn á heilbrigðissviði fái leyfi Tölvunefndar til aðgangs að þessum gögnum vegna erfðafræðilegra rannsókna ef rekja þarf ættmennatengsl.
Hagstofan Dánarvottorðum safnað í rúm 80 ár

LÆKNAR útfylla dánarvottorð, sem síðan berast til Hagstofu Íslands og þar eru þau varðveitt í dánarmeinaskrá. Á dánarvottorðum er að finna upplýsingar um dánarorsakir og sjúkdóma hina látnu og er algengt að læknar og aðrir vísindamenn á heilbrigðissviði fái leyfi Tölvunefndar til aðgangs að þessum gögnum vegna erfðafræðilegra rannsókna ef rekja þarf ættmennatengsl.

Á Hagstofunni eru varðveitt öll dánarvottorð sem gefin hafa verið út allt frá árinu 1916 undir nöfnum. Upp úr þessum gögnum eru svo unnar ýmsar ónafngreindar töflur s.s. upplýsingum um dánarorsakir skipt eftir kyni, aldri og árum.

Skrá einnig undirliggjandi dánarorsakir

Læknar fylla út ákveðna reiti á dánarvottorðum skv. nákvæmum reglum sem fara ber eftir. Þar kemur fram sjúkdómsgreining viðkomandi og svokölluð grundvallardánarorsök, auk upplýsinga um starf, heimili og hjúskaparstöðu. Í seinni tíð hafa einnig verið færðar inn á vottorðin í ákveðna reiti svokallaðar undirliggjandi dánarorsakir, sem geta talist meðvirkandi dánarorsakir, t.d. ef hinn látni hefur verið haldinn ákveðnum sjúkdómum. Gefin eru út u.þ.b. 2.000 dánarvottorð á hverju ári og fara tveir fulltrúar landlæknisembættisins yfir öll vottorðin áður en þau eru send til Hagstofunnar til varðveislu. Þar eru þau varðveitt í læstri geymslu.

DÁNAROSRAKIR eru tilgreindar á dánarvottorðum. Hagstofan varðveitir öll dánarvottorð sem gefin hafa verið út frá 1916 en finna má á Þjóðskjalasafni eldri dánarvottorð Íslendinga frá því á síðustu öld.