ÞORGRÍMUR Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, lést aðfaranótt mánudags tæplega sjötíu og níu ára að aldri. Þorgrímur, sem var sonur hjónanna Björgvins Árnasonar og Stefaníu Þorsteinsdóttur, var fæddur í Garði í Mývatnssveit 2. desember árið 1919. Hann stundaði barnaskólanám í farskóla og síðan bók- og smíðanám í Héraðsskólanum að Laugum.
Andlát ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSONÞORGRÍMUR Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, lést aðfaranótt mánudags tæplega sjötíu og níu ára að aldri.

Þorgrímur, sem var sonur hjónanna Björgvins Árnasonar og Stefaníu Þorsteinsdóttur, var fæddur í Garði í Mývatnssveit 2. desember árið 1919. Hann stundaði barnaskólanám í farskóla og síðan bók- og smíðanám í Héraðsskólanum að Laugum.

Þorgrímur bjó mestan hluta ævi sinnar í Garði þar sem hann bjó fyrst félagsbúi með foreldrum sínum og síðar með syni sínum. Hann keypti fyrstu dráttarvél sveitarinnar árið 1944 ásamt þremur öðrum og vann á henni að jarðbótum. Þá birti hann greinar og ljóð, tók þátt í leiklistarstarfsemi og samdi leikþætti sem sviðsettir voru í heimahéraði hans.

Þorgrímur var kvæntur Jakobínu Sigurðardóttur rithöfundi sem lést árið 1994. Þau eignuðust fjögur börn.