ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist í gær ætla að bjóða Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, afsögn sína ef stjórn hans fellur í traustsyfirlýsingu þings, sem fram fer í dag. Kommúnistar hættu stuðningi við stjórnina í síðustu viku vegna óánægju með fjárlög hennar en einn kommúnista sagði í gær að meirihluti þingmanna flokksins styddi ekki þá afstöðu flokksins að hætta stuðningi við
Heldur Prodi velli?

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist í gær ætla að bjóða Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, afsögn sína ef stjórn hans fellur í traustsyfirlýsingu þings, sem fram fer í dag. Kommúnistar hættu stuðningi við stjórnina í síðustu viku vegna óánægju með fjárlög hennar en einn kommúnista sagði í gær að meirihluti þingmanna flokksins styddi ekki þá afstöðu flokksins að hætta stuðningi við Prodi.

Mubarak leitar lausnar

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, flaug í gær til Tyrklands til að reyna að finna friðsamlega lausn á deilum tyrkneskra og sýrlenskra stjórnvalda sem hafa farið stigvaxandi undanfarna daga. Sýrlendingar saka Tyrki um samvinnu við Ísraela á meðan Tyrkir hafa haft í hótunum við Sýrlendinga fyrir að styðja uppreisnarlið Kúrda í Tyrklandi. Sagði Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, að hann hefði gefið Sýrlendingum lokaviðvörun í þessu máli en sýrlensk stjórnvöld neita statt og stöðugt ásökunum Tyrkja.