Fjármálaráðherra um niðurfellingu á skuld Arnarflugs: Tapað fé hvort sem er Staða Arnarflugs rædd á hluthafafundi í kvöld "RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í mars í fyrra að stuðla að fjárhagslegri endurskipulagningu Arnarflugs með því að fella niður 150 milljónir...

Fjármálaráðherra um niðurfellingu á skuld Arnarflugs: Tapað fé hvort sem er Staða Arnarflugs rædd á hluthafafundi í kvöld "RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í mars í fyrra að stuðla að fjárhagslegri endurskipulagningu Arnarflugs með því að fella niður 150 milljónir kr. af skuld Arnarflugs við ríkið eða breyta í víkjandilán enda má segja að þetta sé í reynd tapað fé hvort sem er," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um uppgjör á skuldum Arnarflugs við ríkið eftir sölu á þotunni sem ríkið leysti til sín frá félaginu. Framkvæmdastjóri Arnarflugssegirað skipting millilandaflugs á milli flugfélaganna samsvari mörghundruð milljóna króna ríkisstyrk til Flugleiða og að allt fé sem lagt væri í Arnarflug brynni jafnóðum upp vegna þess að félagið hefði ekki aðstöðu til að keppa á markaðnum.

Ólafur Ragnar sagði að niðurstaða af viðræðum fulltrúa fjármálaráðuneytis og Arnarflugs lægi ekki fyrir, en áætlaði að skuld félagsins við ríkið væri eitthvað yfir 200 milljónir kr., en eftir væri að taka tillit til skuldaniðurfellingar innar í því dæmi. Sagði hann að eftir væri að fá heimild Alþingis fyrir niðurfellingu skulda Arnarflugs. Fyrst hefði þurft að selja þotuna til að sjá hvað eftir stæði og síðan að gera málið upp í heild. Fjármálaráðherra sagðist ekki vilja tíunda nákvæmlega hvernig þær rúmlega 100 milljónir sem Arnarflug skuldar ríkinu, fyrir utan rúmlega 100 milljóna króna skuldina við Ríkisábyrgðarsjóð, skiptist. Það væru ýmis opinber gjöld. Sagðist hann alltaf hafa reiknað með þvíað Arnarflug greiddi opinber gjöld félagsins.

Segir einokun Flugleiða jafngilda mörgum milljónum

Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs hf., segirað á hluthafafundi sem stjórn félagsins hefur boðað til í kvöld yrði fjallað um stöðu félagsins, samskiptin við fjármálaráðuneytið að undanförnu og þau skilyrði sem félaginu væri gert að búa við. Sagði hann að sú einokun sem aðalkeppinautur félagsins, þ.e. Flugleiðir, hefði í flugi til og frá landinu væri jafngildi mörg hundruð milljóna króna ríkisstyrk, kannski 400-500 milljónum á ári. Þar að auki væru þeir undanþegnir eldsneytisskatti í flugi yfir Norður-Atlantshafið og þar með á leiðinni á milli Íslands og Lúxemborgar, en Arnarflug ætti í mestri samkeppni við þá á þeirri leið. Flugleiðir gætu með þeim ríkisstyrk, sem gæti verið 50 milljónir kr. á ári, haldið verðinu á fargjöldum á þessari leið mun lægri en til þeirra borga sem þeir hefðu minni samkeppni. Þá nefndi hann einnig afgreiðslugjöld í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, þar sem Arnarflugi væri gert að greiða Flugleiðum 40-50 milljónir kr. á ári.

"Það hefur ýmislegt verið gert til að bæta fjárhagslega stöðu Arnarflugs, meðal annars mokað fé inní félagið. En það er allt brennt upp jafnóðum vegna þess að félagið hefur ekki aðstöðu til að keppa á markaðnum," sagði Kristinn. Hann sagði að of mikið væri fullyrt að félagið yrði að fá fram breytingar á svæðaskiptingunni til að geta starfað áfram, en ef hún næðist ekki fram yrði félagið að leysa málin sjálft á annan hátt. ?msir möguleikar í skoðun í því sambandi.

Kristinn sagði að á fundinum í kvöld yrði velt upp ýmsum áleitnum spurningum um tilvist Arnarflugs: "Er hún nauðsynleg? Myndi vera hægt að bjóða flug til og frá landinu á 18.300 krónur án hennar? Er æskilegt að hér eigi sér stað hringamyndun í flutningastarfsemi, einsog nú er að verða með eignarhlut Eimskips í Flugleiðum, kaupum Flugleiða á stórum hluta ferðaskrif stofugeirans og áformum Eimskips um hóteluppbyggingu? Þessir aðilar eru að verða svo sterkir að eftir 3-4 ár verður spurningin um hver eigi Ísland raunhæf," sagði Kristinn.

Fulltrúar Aer Lingus komnir hingað

Hér á landi eru nú fulltrúar írska flugfélagsins Aer Lingus til viðræðna við Arnarflug sem skuldar félaginu um 30 milljónir kr. vegna viðhalds á flugvélum. Kristinn sagði að fulltrúar Aer Lingus kæmu reglulega hingað til lands í þessum erindagjörðum. Nú væru þeir sérstaklega að athuga stöðu sína vegna þess að ríkið er nú að selja þotuna sem aðallega var í viðhaldi há Aer Lingus. Kristinn sagði að Arnarflug skuldaði þessum viðskiptaaðila ekki meira núna en oft áður og hefði alltaf tekist að semja við hann. Átti hann ekki von á öðru en það tækist nú. Hjá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að fulltrúar Aer Lingus hefðu ekki boðað komu sína í fjármálaráðuneytið, enda væri þarna um að ræða viðskipti þeirra við Arnarflug en ekki ríkið.