Geimskoti Kólumbíu frestað Canaveralhöfða. Reuter. GEIMFÖR geimferjunnar Kólumbíu var frestað í gær um sólarhring vegna veðurs, að sögn talsmanns bandarísku geimferðastofnunarinnar.

Geimskoti Kólumbíu frestað Canaveralhöfða. Reuter.

GEIMFÖR geimferjunnar Kólumbíu var frestað í gær um sólarhring vegna veðurs, að sögn talsmanns bandarísku geimferðastofnunarinnar.

Ráðgert er að Kólumbía verði 10 daga á braut um jörðu og verður mikilvægasta viðfangsefni áhafnarinnar að bjarga gervitungli á stærð við strætisvagn. Vegna bilunar hefur það sigið af braut sinni og nálgast gufuhvolfið. Mundi það hrapa til jarðar ef ekki yrði reynt að bjarga því.

Allt var klárt fyrir geimskot í gær og hafði fimm manna áhöfn Kólumbíu setið í sætum sínum í fjórar klukkustundir er ákveðið varað fresta skoti vegna svartra óveð ursskýja yfir skotstaðnum og í nágrenni hans. Reynt verður að skjóta Kólumbíu á loft í dag. Upphaflega var ráðgert að skjóta henni á loft fyrir þremur vikum og má ferðin ekki tefjast frekar ef takast á að bjarga hinum bilaða gervitungli.

Reuter

Áhöfn geimferjunnra Kólumbíu gengur brosmild til ferjunnar í gærmorgun. Fjórum stundum síðar varð áhöfnin að ganga frá borði þar eð vont veður kom í veg fyrir geimskot.