Hjálmar Eyjólfsson Elsku afi minn og langafi okkar er dáinn. Við vorum búin að búastvið þessu eftir löng og erfið veikindi. En alltaf er samt mikill söknuður þegar einhver ástvinur deyr. Mér er svo minnisstætt, er ég var 3-4 ára hnáta, og mamma og pabbi fóru í ferðalag. Ég átti að vera í pössun hjá Rebekku sem er nágrannakona okkar. Mamma fór með mig yfir til hennar, og það var allt í lagi, svo þegar líða tók á kvöld, og ég átti að fara að sofa, þá kom söknuður eftir mömmu og pabba. Ég tók þá sængina mína, koddann og bangsann og læddist niður eftir til afa. Yfir hraunið í kolsvarta myrkri á náttfötunum og bankaði og afi tók alveg undrandi á móti mér og þar var ég þar til mamma og pabbi komu aftur. Á sumrin fór ég oft með afa á trillunni, að vitja grásleppuneta og hjálpaði honum að draga inn.

Það var alltaf gaman, þegar eitthvað annað en fiskur kom í netin. Sumrin voru alltaf svo skemmtileg, þegar skólinn var búinn, þá varfarið beint til afa í skemmuna og þar fékk ég að prófa margt. Ég og afi skemmtun okkur alltaf vel þegarvið vorum saman. Við fórum í hjóla túra út um allt og löbbuðum oft niður í fjöru að skoða skeljar og annað fjörudót. Afi hafði alltaf svomikið að segja mér af sjálfum sér þegar hann var á sjónum, þá komu margar skemmtilegar frásagnir í ljós, því afi gat alltaf leikið svo vel þá menn sem hann var að segja frá, og þá var oft mikið hlegið. Þegar svo dætur mínar fóru að heimsækja langafa þá fannst þeim alltaf svo spennandi að skoða skelj arnar hans sem voru á lóðinni.

Þegar eldri stúlkan mín, hún Dagný, var rétt orðin 2ja ára, þá var hún farin að staulast niður eftir til langafa og fá eitthvað gott í munninn. Svona gæti ég haldið endalaust áfram en læt þetta gott heita.

Við kveðjum nú elsku afa okkar og langafa og vitum að við eigum eftir að hittast á ný, þegar fram líðar stundir. Hafði hann þökk fyrir allt og allt.

Elsku pabbi, Ásta, Jói og ættingjar, Guð gefi okkur styrk og stuðning á þessari sorgarstundu.

Erna, Gunni, Dagný og Ingibjörg.