NÝLEGA var þess minnst á Lýsuhóli að 30 ár eru liðin frá því að skipulagt skólahald hófst þar í Félagsheimili Staðarsveitar. Skólastarfið á Lýsuhóli er arftaki þess stórmerka skólastarfs sem þeir sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað og Þór Gíslason á Ölkeldu héldu uppi í Staðarsveit áratugum saman. Afmælishátíðin var fjölmenn og margt góðra gesta.
Skipulagt skólahald í 30 ár Hátíð á Lýsuhóli

NÝLEGA var þess minnst á Lýsuhóli að 30 ár eru liðin frá því að skipulagt skólahald hófst þar í Félagsheimili Staðarsveitar. Skólastarfið á Lýsuhóli er arftaki þess stórmerka skólastarfs sem þeir sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað og Þór Gíslason á Ölkeldu héldu uppi í Staðarsveit áratugum saman. Afmælishátíðin var fjölmenn og margt góðra gesta. Klara Bragadóttir sálfræðingur á Staðastað stjórnaði hátíðinni sem var að sögn viðstaddra bæði skemmtileg og fjölbreytileg. Ungir nemendur fluttu samfellda sögu skólans í leikþætti en sögumaður hans var Margrét Björk Björnsdóttir í Böðvarsholti. Einnig fór fram sýning á myndum og handavinnu nemenda og að lokum báru konur úr sveitinni veglegar veitingar fram fyrir gesti.

Á MILLI þess sem sögumaður talaði léku börnin sögu skólans.