FJÖLMARGIR nýttu sér endurgreiðslutilboð verslunarinnar BT en verslunin lofar að endurgreiða öll sjónvörp keypt í gær, vinni Selma Björnsdóttir Eurovision-söngvakeppnina. Jón Jón Steingrímsson, framkvæmdastjóri, taldi að um 100 tæki hefðu selst og aðeins örfá væru eftir þegar haft var samband við hann um tvöleytið í gær.


Seldu um 100 sjónvörp

FJÖLMARGIR nýttu sér endurgreiðslutilboð verslunarinnar BT en verslunin lofar að endurgreiða öll sjónvörp keypt í gær, vinni Selma Björnsdóttir Eurovision-söngvakeppnina.

Jón Jón Steingrímsson, framkvæmdastjóri, taldi að um 100 tæki hefðu selst og aðeins örfá væru eftir þegar haft var samband við hann um tvöleytið í gær.