Íslenski dansflokkurinn frumflutti þrjú verk á fimmtudagskvöld og fengu þau góðar viðtökur áhorfenda. Það voru NPK eftir danshöfundinn Katrínu Hall þar sem Skárren ekkert flutti frumsamda tónlist,
Dansað við ljóð, leik og tónlist

Íslenski dansflokkurinn frumflutti þrjú verk á fimmtudagskvöld og fengu þau góðar viðtökur áhorfenda. Það voru NPK eftir danshöfundinn Katrínu Hall þar sem Skárren ekkert flutti frumsamda tónlist, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur þar sem tónlistin var eftir Hall Ingólfsson og að síðustu Æsa ­ Ljóð um stríð eftir Láru Stefánsdóttur og Þór Tulinius og var tónlistin eftir Guðna Franzson. Eftir sýninguna var haldið frumsýningarteiti í fordyri Borgarleikhússins og lá vel á mannskapnum.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson

Jóhannes Skúlason, Pétur Einarsson, sem leikur í Æsu ­ Ljóði um stríð, og dansarinn Katrín Yngvadóttir.

Ekki bar á öðru en leikstjórinn Þór Tulinius, Lára Stefánsdóttir og Guðni Franzson væru himinlifandi með afrek kvöldsins.