HIN síðasta í röð fjögurra einkasýninga færeyskra myndlistarmanna í Slunkaríki á Ísafirði verður opnuð í dag kl. 16. Olivur við Neyst heitir listamaðurinn sem röðin er nú komin að. Á sýningunni eru sextán myndir unnar í vatnslit og steinþrykk og eru viðfangsefni hans þjóðlíf í Færeyjum, m.a. færeyskur dans. Einnig eru nokkrar myndir sem listamaðurinn hefur unnið hér á landi.
FJÓRÐA FÆREYSKA SÝNINGIN Í SLUNKARÍKI ÞJÓÐLÍF Í FÆREYJUM

HIN síðasta í röð fjögurra einkasýninga færeyskra myndlistarmanna í Slunkaríki á Ísafirði verður opnuð í dag kl. 16.

Olivur við Neyst heitir listamaðurinn sem röðin er nú komin að. Á sýningunni eru sextán myndir unnar í vatnslit og steinþrykk og eru viðfangsefni hans þjóðlíf í Færeyjum, m.a. færeyskur dans. Einnig eru nokkrar myndir sem listamaðurinn hefur unnið hér á landi. Sýningin stendur til 29. október nk.

"Færeyskur dans", eitt verkanna á sýningu listamannsins Olivur við Neyst í Slunkaríki.