JÓNAS Ingimundarson leikur á píanótónleikum í Stykkishólmskirju á morgun, sunnudag, kl. 15. Á efnisskránni eru tvö verk eftir Ludwig van Beethoven og valsarnir eftir Fr. Chopin. Beethoven samdi 32 sónötur fyrir píanó og eru þær eins konar ævisaga hans í tónum, þar sem finna má alla þá dýpt og breidd sem hann bjó yfir, segir í fréttatilkynningu.
Jónas Ingimundarson á
tónleikum í StykkishólmiJÓNAS Ingimundarson leikur á píanótónleikum í Stykkishólmskirju á morgun, sunnudag, kl. 15. Á efnisskránni eru tvö verk eftir Ludwig van Beethoven og valsarnir eftir Fr. Chopin. Beethoven samdi 32 sónötur fyrir píanó og eru þær eins konar ævisaga hans í tónum, þar sem finna má alla þá dýpt og breidd sem hann bjó yfir, segir í fréttatilkynningu. Jónas leikur fyrst sónötuna sem Beethoven samdi ungur að árum og þá síðustu sem hann samdi fimm árum fyrir andlát sitt.
Þess er minnst um allan heim að á þessu ári (17. október) eru liðin 150 ár frá láti pólska tónskáldsins Fr. Chopins og mun Jónas leika valsana fjórtán eftir Chopin á þessum tónleikum.
Nýlega kom út hjá Japis geislaplata með leik Jónasar á dönsum Chopins, þ.e. pólónesum og mazúrkum.
Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélagsins.
Jónas Ingimundarson píanóleikari.