MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið í vetur á sunnudögum frá kl. 14 til 16. Tvær nýjar sýningar voru settar upp á safninu síðastliðið sumar. Annars vegar Eyjafjörður frá öndverðu þar sem segir frá lífi í Eyjafirði frá landnámi fram yfir siðaskipti og hins vegar sýningin Gersemar þar sem sýndir eru fornir kirkjugripir úr Eyjafirði sem varðveittir eru á Þjóðminjasafni Íslands.
Gersemar fram til áramóta í MinjasafninuMINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið í vetur á sunnudögum frá kl. 14 til 16.
Tvær nýjar sýningar voru settar upp á safninu síðastliðið sumar. Annars vegar Eyjafjörður frá öndverðu þar sem segir frá lífi í Eyjafirði frá landnámi fram yfir siðaskipti og hins vegar sýningin Gersemar þar sem sýndir eru fornir kirkjugripir úr Eyjafirði sem varðveittir eru á Þjóðminjasafni Íslands. Gersemasýningin stendur aðeins til áramóta og því um að gera að nota tækifærið og skoða sýninguna einhvern sunnudaginn fram til áramóta.
Safnið er til húsa í Kirkjuhvoli, Aðalstræti 58. Aðgangseyrir er 300 krónur en frítt fyrir börn undir 16 ára aldri svo og ellilífeyrisþega.