Fjórar villigæsabringur salt og pipar 250 g gráðostur Tvö epli, söxuð Einn laukur, fínt saxaður Ferskt rósmarín Hvítur pipar, mulinn 500 ml rjómi Aðferð: Kryddið bringurnar og pönnusteikið í olíu í eina mínútu. Hitið ofninn í 90 gráður. Ofnsteikið bringurnar í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 65 gráðum.
Ofnsteiktar villigæsabringur með
gráðostasósuFjórar villigæsabringur
salt og pipar
250 g gráðostur
Tvö epli, söxuð
Einn laukur, fínt saxaður
Ferskt rósmarín
Hvítur pipar, mulinn
500 ml rjómi
Aðferð: Kryddið bringurnar og pönnusteikið í olíu í eina mínútu. Hitið ofninn í 90 gráður. Ofnsteikið bringurnar í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 65 gráðum. Takið út úr ofninum og látið bringurnar jafna sig í fimm mínútur.
Gráðostasósa
Aðferð: Hitið olíu í potti og brúnið laukinn og eplin. Hellið rjóma út í ásamt gráðosti og rósmarín. Sjóðið rjómann ásamt gráðostinum þangað til sósan er orðin þykk. Sigtið sósuna. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.