RAÚL Gonzalez, framherji spænska liðsins Real Madrid sem gerði m.a. bæði mörk liðsins gegn Barcelona sl. miðvikudag, hefur orðið við beiðni bandaríska körfuboltamannsins Michaels Jordans og sent honum áritaða skyrtu númer sjö. Raúl, sem var einlægur aðdáandi Jordans, var mjög ánægður með áhuga körfuboltastjörnunnar og lét ekki segja sér það tvisvar að senda honum búning.
Raúl sendi

Jordan áritaða skyrtu

RAÚL Gonzalez, framherji spænska liðsins Real Madrid sem gerði m.a. bæði mörk liðsins gegn Barcelona sl. miðvikudag, hefur orðið við beiðni bandaríska körfuboltamannsins Michaels Jordans og sent honum áritaða skyrtu númer sjö. Raúl, sem var einlægur aðdáandi Jordans, var mjög ánægður með áhuga körfuboltastjörnunnar og lét ekki segja sér það tvisvar að senda honum búning. "Til Michaels Jordans, besta íþróttamanns allra tíma, frá einlægum aðdáanda, Raúl Gonzalez," skrifaði Raúl framan á skyrtuna til Jordans, sem er í sumarleyfi við Valencia á Spáni.