GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, afhjúpaði í gær nýtt merki Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH. Merkið er hannað af Hany Hadaya, grafískum hönnuði hjá auglýsingastofunni Yddu. Með nýju merki vill stjórn félagsins endurspegla nýjar áherslur og framtíðarsýn í starfi Félags viðskiptafræðinga við upphaf nýrrar aldar, að því er fram kemur í tilkynningu frá FVH.
Nýtt merki FVH

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, afhjúpaði í gær nýtt merki Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH. Merkið er hannað af Hany Hadaya, grafískum hönnuði hjá auglýsingastofunni Yddu. Með nýju merki vill stjórn félagsins endurspegla nýjar áherslur og framtíðarsýn í starfi Félags viðskiptafræðinga við upphaf nýrrar aldar, að því er fram kemur í tilkynningu frá FVH.

Kristján Jóhannsson, formaður FVH, kynnti í gær nýja aðild félagsins að Nordisk Civiløkonomforbund, NCF, og þýðingu þess fyrir viðskipta- og hagfræðinga á Íslandi. NCF er samstarfsvettvangur fyrir systurfélög FVH í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Markmið NCF er að efla samstarf aðildarfélaganna á sviði viðskipta- og hagfræða á háskólastigi, rannsókna og þróunarstarfs ásamt hagnýtingar þessara fræða í atvinnulífinu. Jafnframt er mikil áhersla lögð á samstarf um endurmenntunarmál.

Morgunblaðið/Sverrir