HUGVÍSINDAÞINGI Hugvísindastofnunnar lýkur í dag, en á þinginu er efnt til fjölda málstofa og fyrirlestra þar sem margvísleg málefni eru rædd. Á dagskrá þingsins í gær var m.a. umræða um Vestur-Íslendinga og íslenska menningu, farvegi nútímavæðingar á Íslandi og bændamenningu nýaldar. Á dagskrá þingsins í dag eru m.a.: Kl.9.30-11.
Hugvísindaþing Háskóla Íslands
Fjöldi
málstofa og fyrirlestraHUGVÍSINDAÞINGI Hugvísindastofnunnar lýkur í dag, en á þinginu er efnt til fjölda málstofa og fyrirlestra þar sem margvísleg málefni eru rædd.
Á dagskrá þingsins í gær var m.a. umræða um Vestur-Íslendinga og íslenska menningu, farvegi nútímavæðingar á Íslandi og bændamenningu nýaldar.
Á dagskrá þingsins í dag eru m.a.: Kl.9.30-11.00 listform smásögunnar, heimspeki með börnum og sannleikur í fræðunum. Kl. 11.30-13.00 erfðavísindi og mannskilningur, nútímaljóðlist; afdrif módernismans og hvað er nafnfræði? Kl.14.00-15.30 verða fyrirlestrar um hugvísindi frá ólíkum sjónarhornum. Kl. 16.00-17.00 er á dagskrá málstofunnar virðing á þjóðveldisöld, táknfræði og miðaldasaga og bókmenntir og þjóðernisstefna.
Morgunblaðið/Golli Á málstofum Hugvísindaþings er boðið upp á fjölbreytt umræðuefni.