UNNIÐ er að lagfæringu brúarinnar sem liggur út í hólmann Stykki fyrir utan Stykkishólm. Viðgerðir hófust um síðustu mánaðamót og er gert ráð fyrir að þeim ljúki fyrir lok nóvember. Verið er að gera við undirlag brúarinnar sem og einn stöpul hennar og er það skipasmíðastöðin Skipavík sem að verkinu stendur.
Brúin út

í Stykki löguð

UNNIÐ er að lagfæringu brúarinnar sem liggur út í hólmann Stykki fyrir utan Stykkishólm.

Viðgerðir hófust um síðustu mánaðamót og er gert ráð fyrir að þeim ljúki fyrir lok nóvember. Verið er að gera við undirlag brúarinnar sem og einn stöpul hennar og er það skipasmíðastöðin Skipavík sem að verkinu stendur.

Mennirnir á myndinni þurfa ekki að kvarta undan veðurfari þar sem þeir keppast við að koma brúnni í gott horf.

Morgunblaðið/RAX