ALEX Ferguson andaði léttar á dögunum er hann var sýknaður af ákæru um háskalegan akstur. Ferguson, sem er knattspyrnustjóri Manchester United, var að aka eftir hraðbraut rétt fyrir utan Manchester þegar greip hann heiftarlegur magaverkur. Ferguson ók bíl sínum út af veginum í örvæntingarfullri tilraun til að finna salerni.

Háskalegur

akstur

ALEX Ferguson andaði léttar á dögunum er hann var sýknaður af ákæru um háskalegan akstur. Ferguson, sem er knattspyrnustjóri Manchester United, var að aka eftir hraðbraut rétt fyrir utan Manchester þegar greip hann heiftarlegur magaverkur. Ferguson ók bíl sínum út af veginum í örvæntingarfullri tilraun til að finna salerni. Var ætlun hans að sleppa við langa röð sem hafði myndast á hraðbrautinni og snúa við í átt að Old Trafford, leikvangi Manchester United, en það var stysta leiðin að náðhúsi sem stjórinn vissi um.

Þegar Ferguson ók eftir akreininni sem aðeins er ætluð fyrir neyðartilvik var hann stöðvaður af laganna vörðum. Hann sagði þeim undan og ofan af ástandi sínu og fékk hann leyfi til að halda sína leið.

Ferguson sagði fyrir rétti að kvöldið áður hefði hann fundið fyrir miklum magaverkjum. Hann fór því á fund læknis félagsins daginn eftir og fékk hjá honum töflur við verkjunum. Þær dugðu þó skammt og því hafi náttúran gripið í taumana á versta tíma.

Dómarinn tók afsakanir Fergusons til greina og sýknaði hann af ákærunni.