Kjöræmissamband stofnað
STOFNFUNDUR Kjördæmasambands Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn sunnudaginn 17. október kl. 14
í Hótel Varmahlíð.
Margrét Frímannsdóttir og Sighvatur Björgvinsson alþingismenn ræða framtíðarsýn og væntanlega flokksstofnun. Alþingismennirnir Kristján L. Möller, Jóhann Ársælsson, Gísli Einarsson og Bryndís Hlöðversdóttir ræða stjórnmálaástandið. Að loknu kaffihléi verða lög kjördæmasambandsins lögð fram og kosin stjórn sambandsins.
Fundurinn er opinn öllu stuðningsfólki Samfylkingarinnar. Þetta er fimmta kjördæmasamband Samfylkingarinnar sem stofnað er. Áður er búið að stofna slík sambönd á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og nú á Norðurlandi vestra.