KRISTÍN STURLUDÓTTIR

Kristín Sturludóttir fæddist 6. október 1928 á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 2. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sturla Jónsson bóndi á Fljótshólum, f. 26.6. 1888, d. 14.2. 1953, og k.h. Sigríður Einarsdóttir, f. 9.1. 1892, d. 7.5. 1966. Kristín átti sjö systkini, þau eru: Einar, f. 10.6. 1917; Jóhanna, f. 10.10. 1918, d. 11.3. 1994, Steinunn, f. 22.11. 1920, d. 11.8. 1987; Gestur, f. 14.7. 1922, d. 1.11. 1995; Jón, f. 28.7. 1925; Guðrún Jóna, f. 23.3. 1932, og Þormóður, f. 27.12. 1935. Kristín giftist 21.9. 1963 Gunnari Svanberg, viðskiptafræðingi, f. 10.3. 1928. Börn þeirra eru: 1) Hafsteinn Rúnar, raf- og rafeindavirki, f. 31.1. 1964. Kona hans er Anna Kristín Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 25.2. 1964, og eiga þau tvö börn, Þórhildi, f. 6.12. 1991, og Gunnar Hinrik, f. 15.4. 1997. 2) Svanhildur, íslenskufræðingur og safnkennari, f. 2.7. 1965. Sonur hennar er Arnar Steinn, f. 7.10. 1986. Faðir hans er Ólafur Rögnvaldsson, kvikmyndagerðarmaður, f. 5.9. 1958. 3) Jóhanna Guðrún, bókmennta- og tungumálafræðingur, f. 30.10. 1970. Eiginmaður hennar er Ari Alexander Magnússon, myndlistarmaður, f. 30.3. 1968. Veturinn 1951­52 stundaði Kristín nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík. Fyrir giftingu starfaði Kristín við saumaskap hjá Feldinum og síðar í Vogue. Kristín var mjög gefin fyrir söng og hafði fagra söngrödd. Hún söng árum saman í kirkjukórum hér í Reykjavík, fyrst með Dómkórnum og síðar í kór Laugarneskirkju. Nokkur síðustu árin vann hún við þrif í Laugarnesskóla. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey frá Laugarneskirkju föstudaginn 8. október. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði.