ÁRMANN BJARNASON
Ármann Bjarnason fæddist í
Bjarnaborg á Norðfirði 10. nóvember 1911. Hann lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Hildibrandsson frá Parti í Sandvík og Halldóra Bjarnadóttir frá Ormstaðahjáleigu í Norðfirði. Systkini hans voru: sammæðra Gunnar Jónsson á Hellu, látinn. Alsystkini: Ármann, lést í barnæsku; Sveina Sigríður, lést 12 ára; Sigurbjörg, býr á Neskaupstað. Ármann missti ungur móður sína og við það leystist heimilið upp. Sigurbjörg fór í fóstur á Kirkjuból en Ármann fór í fóstur til Marteins Magnússonar og Maríu Steindórsdóttur á Sjónarhóli. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi.
19. október 1935 kvæntist Ármann Guðmundu Margréti Jónsdóttur, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998, frá Seljarlandi. Börn þeirra eru: 1) Halldóra, f. 8.12. 1935, var gift Hauki Þór Guðmundssyni, f. 5.6. 1926. Þau skildu. Þeirra börn eru Guðmar Þór, f. 22.6. 1955; Ármann, f. 3.9. 1956: Elín, f. 2.6. 1958; Draupnir, f. 4.9. 1963 og Magni Freyr, f. 12.8. 1964. Seinni maður Halldóru er Snorri Snorrason, f. 10.9 1928. 2) Herbert, f. 1.3. 1938. 3) Jónína, f. 4.2. 1949, d. 26.11. 1986. Hún var gift Róberti Hafsteinssyni, þau skildu. Þeirra börn eru Margrét, f. 9.7. 1968; Árni Gunnar, f. 2.6. 1972 og Hafsteinn, f. 8.11. 1974. 4) María, f. 21.3. 1953, gift Grími Magnússyni, f. 19.4. 1945. Börn þeirra eru Anna Sigríður, f. 20.12. 1970; Örlygur Helgi, f. 16.6. 1981; Aldís, f. 17.1. 1983 og Elva Dögg, f. 28.3. 1984.
Ármann fór snemma að vinna fyrir sér og var sjómennska hans aðalstarf. Hann lærði matreiðslu og vann m.a. á Hótel Íslandi við Austurvöll og á Dettifossi.
Útför Ármanns fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.