Sigurður Karlsson Elsku Siggi minn. Það er svo skrítið að þú eigir ekki eftir að koma aftur heim. Ég man þegar ég sá þig fyrst, þá kallaði ég þig alltaf Sigga sjómann. Við héldum báðir með Manchester United í enska fótboltanum og horfðum oft saman á leiki liðsins í sjónvarpinu. Ég man þegar við fórum á sjóinn í sumar. Þetta var minn fyrsti túr og það var gaman að kynnast sjónum með þér um borð. Ég sá hvað þér leið vel á sjónum. Við þrættum nú oft og vorum ekki alltaf sammála en okkur þótti mjög vænt hvorum um annan. Þú reyndist mér sem besti faðir og ég á eftir að sakna þín mikið.

Þinn stjúpsonur

Andri.