NÁMSKEIÐ um verkstjórn í græna geiranum á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi verður haldið fimmtudaginn 25. maí kl. 9-17. Námskeiðið fer fram í húsakynnum skólans. Farið verður yfir þau atriði, sem gera einstakling að góðum verkstjóra. T.d.

NÁMSKEIÐ um verkstjórn í græna geiranum á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi verður haldið fimmtudaginn 25. maí kl. 9-17. Námskeiðið fer fram í húsakynnum skólans.

Farið verður yfir þau atriði, sem gera einstakling að góðum verkstjóra. T.d. verður fjallað um kaup og kjör, ráðningarsamninga, réttindi og skyldur, starfsmannastefnu, jafnréttisstefnu, kostnaðarvitund og samkeppni. Þá verður farið vel yfir stjórnkerfi sveitarfélaga og farið vandlega yfir allt sem viðkemur mannlega þættinum í verkstjórastarfinu. Leiðbeinendur verða Tryggvi Marinósson, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar, Höskuldur Frímannsson, rekstrarráðgjafi og Hanna Kristín Stefánsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins.

Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra skólans.