ÚRVALSVÍSITALA aðallista hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Nam lækkunin 3,01% og er vísitalan nú 1.543 stig og hefur ekki verið svo lág síðan um miðjan desember á síðasta ári.

ÚRVALSVÍSITALA aðallista hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Nam lækkunin 3,01% og er vísitalan nú 1.543 stig og hefur ekki verið svo lág síðan um miðjan desember á síðasta ári.

Alls námu viðskipti með hlutabréf 222 milljónum króna á Verðbréfaþingi í gær og lækkaði verð 22 félaga á aðal- og vaxtalista en 7 hækkuðu í verði.

Mest viðskipti voru með hlutabréf Baugs fyrir 79 milljónir króna og lækkaði gengi þeirra um 4,5%, úr 12,25 í 11,70. 20 milljóna króna viðskipti voru með bréf Eimskipafélags Íslands og lækkaði verð þeirra um 6,2%, 11,20 í 10,50. Viðskipti með bréf Búnaðarbankans námu 18 milljónum króna og hækkaði gengi þeirra um 0,9%.

Gengi hlutabréfa Íslenskra aðalverktaka lækkaði um 12,1% í tvennum viðskiptum, Þróunarfélag Íslands lækkaði um 9,8%, Útgerðarfélag Akureyringa um 9,5, Þormóður Rammi - Sæberg lækkaði um 9,1% og gengi Nýherja lækkaði um 7,1% í einum viðskiptum.