Jóhannes Páll páfi II biðst fyrir við afmælismessuna í gær.
Jóhannes Páll páfi II biðst fyrir við afmælismessuna í gær.
MEIRA en 7.000 prestar, biskupar og kardinálar fögnuðu í gær 80 ára afmæli Jóhannesar Páls páfa II við hátíðarmessu á Péturstorginu í Rómaborg. Talið er að aldrei áður hafi jafnmargir geistlegir menn verið saman komnir í Vatíkaninu við messu.

MEIRA en 7.000 prestar, biskupar og kardinálar fögnuðu í gær 80 ára afmæli Jóhannesar Páls páfa II við hátíðarmessu á Péturstorginu í Rómaborg. Talið er að aldrei áður hafi jafnmargir geistlegir menn verið saman komnir í Vatíkaninu við messu.

Páfi þakkaði við athöfnina guði fyrir að leyfa sér að lifa svo lengi. "Þetta er þakkarsálmur minn til föður lífsins, sem hefur lofað mér að syngja þessa messu með ykkur í dag ... í tilefni af 80 ára afmæli mínu," sagði páfi.

Um nokkurt skeið hafa verið uppi vangaveltur um hvort heilsuleysi páfa muni senn verða til þess að hann láti af embætti. Hann gaf þó ekkert slíkt til kynna í ræðu sinni í gær.

Jóhannes Páll páfi II fæddist í bænumWadowice í Póllandi árið 1920 og bar nafnið Karol Wojtyla áður en hann varð höfuð kaþólsku kirkjunnar. Mikið var um dýrðir í Wadowice í gær og fögnuðu íbúar innilega afmæli fyrrverandi sveitunga þeirra. Meðal annars voru haldnir rokkhljómleikar í tilefni dagsins.