TVÖ íþróttamót verða haldin um helgina. Skuggi í Borgarnesi verður með mót á félagssvæðinu á Vindási og Gustur verður með sitt mót að Glaðheimum í Kópavogi.

TVÖ íþróttamót verða haldin um helgina. Skuggi í Borgarnesi verður með mót á félagssvæðinu á Vindási og Gustur verður með sitt mót að Glaðheimum í Kópavogi.

En það sem vekur hvað mesta athygli um helgina er að forkeppni í gæðingakeppni Fáks verður haldin á laugardag. Keppt verður í öllum flokkum, það er barna-, unglinga- og ungmennaflokkum og svo að sjálfsögðu í A- og B-flokki gæðinga. Á miðvikudag fara svo fram fullnaðardómar og úrslitin verða um aðra helgi. Ætla má að margir muni fylgjast með þessari keppni, en þarna kemur væntanlega fram mikill hluti þeirra gæðinga sem munu standa í fremstu víglínu á landsmóti ef að líkum lætur.