Toyota MR2 verður frumsýndur um helgina.
Toyota MR2 verður frumsýndur um helgina.
TOYOTA frumsýnir um helgina MR2, tveggja sæta sportbíl sem vakið hefur athygli frá því hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt fyrir tæpum tveimur árum.

TOYOTA frumsýnir um helgina MR2, tveggja sæta sportbíl sem vakið hefur athygli frá því hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt fyrir tæpum tveimur árum. Fyrstu bílarnir eru komnir til landsins og verður þeim hleypt út í vorið á sportbílasýningu hjá Toyota í Kópavoginum um helgina.

Þar verða til sýnis fyrrnefndur MR2, Celica, Yaris GT ásamt Corolla G6. Sýningin verður opin frá kl. 10-16 á laugardag og frá kl. 12-16 sunnudag.