ENGINN hótelrekstur verður á Hótel Búðum í sumar vegna framkvæmda við endurbyggingu hótelsins. Reiknað er með að þær standi yfir í um eitt ár og að Hótel Búðir verði aftur opnað vorið 2001.

ENGINN hótelrekstur verður á Hótel Búðum í sumar vegna framkvæmda við endurbyggingu hótelsins. Reiknað er með að þær standi yfir í um eitt ár og að Hótel Búðir verði aftur opnað vorið 2001.

Á Búðum á Snæfellsnesi hefur verið starfrækt hótel í meira en 50 ár. Að sögn Viktors Sveinssonar, hótelstjóra á Búðum, er verið að ráðast í skemmtilega hluti, en varðist að öðru leyti frétta af breytingunum, sem hann segir að verði kynntar nánar innan skamms. Í sumar verður því hvorki boðið upp á matar- né gistiþjónustu á Búðum, en Viktor sagði að hægt væri að leita til annarra ferðaþjónustaaðila í nágrenni Búða.