EFNT verður við hverfishátíðar í Efra Breiðholti - Fellum, Bergum og Hólum - laugardaginn 20. maí. Hátíðin er liður í hverfisverkefninu "Efra Breiðholt - Okkar mál" sem íbúar og starfsfólk í hverfinu hafa unnið að undanfarna mánuði.
Á hátíðinni ættu íbúar að finna eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á morgungöngu kl. 10.30 frá Fellaskóla um hverfið og er hún skipulögð af nágrönnunum í leikskólanum Hraunborg, félagsstarfinu í Gerðubergi og Heilsugæslustöðinin Hraunbergi. Opið hús verður í Tónskóla Sigursveins upp úr hádeginu þar sem m.a. er boðið upp á einkatíma í söng. Skrúðganga hefst svo 14.45 en gengið verður frá Fella- og Hólakirkju að íþróttahúsi við Austurberg við lúðraþyt. Útidagskrá hefst kl. 15 við íþróttahúsið og þar verður sungið, spilað, dansað og flutt talað mál. Leiktæki og veitingar verða á svæðinu. Breiðholtslaug býður frítt í sund milli kl. 16 30 og 20.