ZEN-meistarinn Roshi hefur viðdvöl á Íslandi og heldur fyrirlestur í Gerðubergi mánudaginn 22. maí kl. 20 með yfirskriftinni: "Hvað er Zen-hugur?

ZEN-meistarinn Roshi hefur viðdvöl á Íslandi og heldur fyrirlestur í Gerðubergi mánudaginn 22. maí kl. 20 með yfirskriftinni: "Hvað er Zen-hugur?" Meðan á dvöl Roshi stendur mun hann leiða fjögurra daga Zen-hugleiðslu, þar sem unnið er út frá aldagömlu formi Zen-iðkunar. Hann er af kínversku bergi brotinn en hefur hof sitt í fjöllunum norður af San Fransisco.

Í fréttatilkynningu segir: "Zen byggist á gömlum aðferðum sem hafa þróast og slípast í gegnum aldirnar. Trúin er ekki sett í öndvegi heldur iðkunin sjálf. Að sumu leyti er þetta ekki ólíkt því að ganga á pólinn, nema í Zen er ferðinni heitið á innlönd. Þú heldur út í óvissuna með enga endastöð til viðmiðunar, þar sem markmiðið er iðkunin sjálf."