TÓNLISTARMAÐURINN Carlos Santana er staddur í Madríd á Spáni en hann var að hefja tónleikaferðalag um Evrópu í gær. Santana nýtur mikilla vinsælda víða um heim og fékk m.a. níu verðlaun á Grammy-hátíðinni í ár.
TÓNLISTARMAÐURINN Carlos Santana er staddur í Madríd á Spáni en hann var að hefja tónleikaferðalag um Evrópu í gær. Santana nýtur mikilla vinsælda víða um heim og fékk m.a. níu verðlaun á Grammy-hátíðinni í ár. Plata hans, Supernatural, hefur selst í milljónum eintaka og mun hann væntanlega flytja lög af henni á tónleikum víðs vegar um Evrópu á næstunni.