FEÐGAR leika með Dalvík í sumar en það eru Jónas Baldursson , þjálfari og leikmaður liðsins, og Helgi Þór Jónasson, 17 ára gamall sonur hans.
FEÐGAR leika með Dalvík í sumar en það eru Jónas Baldursson , þjálfari og leikmaður liðsins, og Helgi Þór Jónasson, 17 ára gamall sonur hans.

SLOBODAN Milisic, hinn reyndi varnarmaður KA , fór í uppskurð í baki í vetur og óvíst er hvenær hann getur byrjað að leika með Akureyrarliðinu.

HERMANN Stefánsson, markahæsti leikmaðurinn í sögu nýliða Sindra , hefur lagt skóna á hilluna. Hermann hefur skorað 107 mörk fyrir Hornafjarðarliðið í deildakeppninni.

GUNNAR Ingi Valgeirsson, fyrirliði Sindra og leikjahæsti leikmaður félagsins með 197 deildaleiki, er meiddur og óvíst að hann spili gegn Tindastóli í kvöld.

ÞRÓTTARAR hafa leikið langlengst allra liða í næstefstu deild, samtals 403 leiki frá 1956. Selfoss kemur næst með 334 leiki og síðan ÍBÍ frá Ísafirði með 291 leik. Af núverandi liðum í deildinni eru FH-ingar næstir á eftir Þrótturum með 266 leiki.

DAÐI Lárusson , markvörður FH , fór í aðgerð á hné í vor og leikur ekki með gegn KA í kvöld. Hann gæti líka misst af næsta leik Hafnfirðinga sem er gegn Dalvík nyrðra 27. maí.

SKALLAGRÍMUR hefur fengið Andrés Jónsson lánaðan frá Fram , eins og í fyrra, og einnig Lúðvík Gunnarsson frá ÍA .