TÓNSKÓLI Hörpunnar stendur fyrir sumarnámskeiðum í hljóðfæraleik þar sem nemendur eru þátttakendur í hljómsveit. Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri.
Hvert námskeið er 6 tímar á jafnmörgum dögum, mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, í tvær vikur. Hver tími er 70 mínútur. Í hverri hljómsveit verður trommari, 2 gítarleikarar, bassaleikari, hljómborðsleikari og söngvari.
Tónskóli Hörpunnar var stofnaður síðastliðið haust. Vaxandi þátttaka er í skólanum, enda eru börnin hvað flest í Grafarvogshverfi. Skólinn er að Gylfaflöt 5 í Grafarvogshverfi, en flytur í stærra húsnæði á Bæjarflöt 17 næsta haust. Skólastjóri er Kjartan Eggertsson.