Guðbjörg R. Tryggvadóttir.
Guðbjörg R. Tryggvadóttir.
FAGURTÓNLEIKAR verða í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 á vegum Listasumars á Akureyri. Guðbjörg R. Tryggvadóttir syngur við undirleik Iwonu Jagla. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Guðbjörg R. Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Akureyri.

FAGURTÓNLEIKAR verða í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 á vegum Listasumars á Akureyri. Guðbjörg R. Tryggvadóttir syngur við undirleik Iwonu Jagla. Aðgangseyrir er 1000 krónur.

Guðbjörg R. Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1984 og 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1996. Hún lauk síðan burtfararprófi (AC) frá sama skóla árið 1997. Síðasta vor lauk Guðbjörg kennaraprófi frá Söngskólanum og hélt einsöngstónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju af því tilefni.

Guðbjörg hefur komið víða fram sem einsöngvari og sungið með mörgum kórum. Hún er félagi í Kór Íslensku óperunnar og hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna með honum.

Iwona Jagla er fædd í Póllandi og lauk masters- og einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarakademíunni í Gdansk árið 1983. Hún vann sem æfingastjóri við Baltik-óperuna frá 1983-1990. Hún kom til Íslands árið 1990 og hefur starfað hjá Íslensku óperunni undanfarin ár. Hún kennir nú við Söngskólann á Akureyri.