GUÐRÚN Arnardóttir mun á Ólympíuleikunum í Sydney loka hringnum á keppnisferðalagi sínu um heiminn. Er hún hleypur á leikunum keppir hún í sjöttu heimsálfunni og þar með mun hún hafa keppt í öllum þeim álfum sem hægt er, en að sjálfsögðu er ómögulegt að keppa á Suðurskautslandinu.
Guðrún hefur margsinnis keppt í Evrópu í gegnum tíðina, bæði austur- og vesturhlutanum. Einnig hefur hún keppt víðsvegar um N-Ameríku þar sem hún stundaði nám við háskóla í Georgíu í Bandaríkjunum. Hún hefur tvisvar keppt í Asíu, þá bæði í Osaka og Qatar. Hún keppti í Brasilíu í S-Ameríku í fyrravor og um næstu helgi keppir Guðrún síðan í Afríku í fyrsta sinn er hún keppir á móti í Marokkó. Á Ólympíuleikunum mun hún síðan keppa í síðustu álfunni, Eyjaálfu, og loka þar með hringnum.
Meistaramótið/B8, B9, B10