BANDARÍSKI rithöfundurinn Stephen King hóf í gær sölu á nýrri spennuhrollvekju beint til lesenda með því að setja hana á heimasíðu sína á Netinu. Verði bókinni vel tekið gæti hún reynst versta martröð hefðbundinna bókaútgefenda.

BANDARÍSKI rithöfundurinn Stephen King hóf í gær sölu á nýrri spennuhrollvekju beint til lesenda með því að setja hana á heimasíðu sína á Netinu. Verði bókinni vel tekið gæti hún reynst versta martröð hefðbundinna bókaútgefenda.

King hefur lofað að gefa út að minnsta kosti tvo kafla úr bókinni "The Plant" á Netinu en hann varaði við því að útgáfunni yrði hætt ef yfir 25% þeirra sem sækja kaflana greiddu ekki einn Bandaríkjadal, andvirði 78 króna, fyrir þá. "Útgefendur yrðu himinlifandi ef þetta rynni út í sandinn," bætti hann við.

Gangi útgáfan að óskum er líklegt að aðrir metsöluhöfundar fari að dæmi Kings og verði ekki jafn háðir bókaútgefendum.

Portland. Reuters.