Hléskógar 21 er steinhús á tveimur hæðum, 257 ferm. að stærð, þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr 40 ferm. Ásett verð er 23,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fold.
Hléskógar 21 er steinhús á tveimur hæðum, 257 ferm. að stærð, þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr 40 ferm. Ásett verð er 23,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fold.
HJÁ fasteignasölunni Fold er nú í sölu einbýlishús í Hléskógum 21. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1975. Húsið er alls að flatarmáli 257 m², þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr 40 m² að stærð.

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú í sölu einbýlishús í Hléskógum 21. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1975. Húsið er alls að flatarmáli 257 m², þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr 40 m² að stærð.

"Þetta er mjög gott hús sem stendur innst í botnlanga fyrir ofan götu," sagði Ævar Dungal hjá Fold. "Komið er inn í anddyri með flísum og skápum, en síðan tekur við rúmgott hol með flísum. Einnig er á fyrstu hæð rúmgóð geymsla með innréttingum og rúmgott herbergi með parketi og skápum, en þaðan er hægt að ganga út í garð. Baðherbergið er með flísum í hólf og gólf, þar er sturtuklefi og vandaðar innréttingar. Úr holi er gengt inn í tvöfaldan bílskúr.

Einnig er úr holi gengið upp á efri hæð, en þar er komið inn í rúmgott hol með flísum. Eldhús er með flísum og fallegri innréttingu og mikilli lofthæð. Hjónaherbergið er stórt með góðum skápum, baðherbergið á efri hæðinni er með vönduðum innréttingum og baðkari.

Barnaherbergi eru þrjú, öll með parketi á gólfum og góðum skápum. Í borðstofu og stofu er og góð lofthæð og vönduð gólfefni. Úr stofu er gengið út á suðvestursvalir með glæsilegu útsýni.

Einnig er sjónvarpsstofa á efri hæð með flísum á gólfi og stór sólstofa sem gengið er út úr á suðvestursvalir, af svölunum er hægt að ganga niður í garð. Stafnar hússins eru klæddir með steni og lítur húsið mjög vel út að utan.

Aðkoma að húsinu er mjög góð, sem og garðurinn, sem er með miklum gróðri og vel skipulagður. Ásett verð er 23,5 millj. kr.