SUNNA Valsdóttir úr KA og Bergdís Bjarnadóttir úr 5-A í Val voru ágætlega sáttar við árangur sinna liða á mótinu. Bæði þessi lið urðu efst í sínum riðlum ásamt Breiðabliki og KR og fóru þessi lið í úrslitariðil um fjögur efstu sætin í 5-A.
SUNNA Valsdóttir úr KA og Bergdís Bjarnadóttir úr 5-A í Val voru ágætlega sáttar við árangur sinna liða á mótinu. Bæði þessi lið urðu efst í sínum riðlum ásamt Breiðabliki og KR og fóru þessi lið í úrslitariðil um fjögur efstu sætin í 5-A. Valur og KA höfðu nýlokið keppni þegar blaðamaður náði tali af þeim Sunnu og Bergdísi. "Þetta er allt búið að vera mjög gaman en okkur finnst samt skemmtilegast að keppa," sögðu þær stöllur og þegar blaðamaður spurði þær hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að keppa í rigningunni á föstudaginn voru þær alls ekki sammála því. "Það er mikið skemmtilegra að spila fótbolta í rigningu," sögðu þær báðar í kór og félagar þeirra tóku undir það.