REYKHOLTSHÁTÍÐ, sem fram fer dagana 28.-30. júlí, verður kynnt á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar á Laugaveginum, á morgun, miðvikudag, kl. 17.30.

REYKHOLTSHÁTÍÐ, sem fram fer dagana 28.-30. júlí, verður kynnt á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar á Laugaveginum, á morgun, miðvikudag, kl. 17.30. Fram kemur Vertavo-strengjakvartettinn frá Noregi og sópransöngkonan Hanna Dóra Sturludóttir ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og stjórnanda Reykholtshátíðar.

Vertavo-kvartettinn flytur verk eftir Piazzola og Hanna Dóra syngur nokkur lög.