TVEIMUR var bjargað út úr risíbúð í húsi við Njörvasund 37 aðfaranótt sunnudags en íbúðin var þá orðin full af reyk. Kviknað hafði í eldavél á jarðhæð en sú íbúð var mannlaus. Íbúi í kjallara hússins varð eldsins fyrstur var og vakti mann á efri hæð.

TVEIMUR var bjargað út úr risíbúð í húsi við Njörvasund 37 aðfaranótt sunnudags en íbúðin var þá orðin full af reyk. Kviknað hafði í eldavél á jarðhæð en sú íbúð var mannlaus. Íbúi í kjallara hússins varð eldsins fyrstur var og vakti mann á efri hæð. Sá vaknaði svo illa að hann réðst á unga manninn og síðan á slökkviliðsmenn og lögreglu og varð að fjarlægja hann af staðnum.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og sömuleiðis að ná mönnunum út.

Alls voru fjórir íbúar inni í húsinu þegar eldsins varð vart en tveir komust út af sjálfsdáðum. Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni á fyrstu hæð vegna elds og reyks.