Sjálfstæðismenn á Reykjanesi: Líkur á opnu prófkjöri Á FUNDI formanna fulltrúa ráða, stjórnar kjördæmisráðs og þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á þriðjudagskvöld var ekki samstaða um leiðir til að velja fólk á framboðslista flokksins, að...

Sjálfstæðismenn á Reykjanesi: Líkur á opnu prófkjöri

Á FUNDI formanna fulltrúa ráða, stjórnar kjördæmisráðs og þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á þriðjudagskvöld var ekki samstaða um leiðir til að velja fólk á framboðslista flokksins, að sögn Braga Mikaelssonar, formanns kjördæmisráðs. Bragi sagði að líklega væri þó meirihluti fyrirþví að halda opið prófkjör í kjördæminu.

Bragi sagði að menn vildu hafa í huga að fulltrúar á listanum dreifðust tiltölulega jafnt milli byggðarlaga í kjördæminu. Þá væri einnig vilji fyrir því að hlutur ungs fólks og kvenna á framboðslistanum yrði góður, og sumir væru ekki vissir um að prófkjör myndi tryggja allt þetta. Menn hefðu því einnig hugmyndir umað kjörnefnd stillti upp lista eða skoðanakönnun yrði gerð innan kjördæmisráðsins.

Bragi sagði að yrði það ofan áað prófkjör yrði haldið, yrði það í nóvember og að öllum líkindum opið öllum, sem greiða vildu atkvæði. Kjördæmisráð ungra sjálfstæðismanna á Reykjanesi hefur ályktað að halda skuli opið prófkjör. Endanleg ákvörðun um tilhögun vals framboðslista verður tekin á fundi kjördæmisráðs 3. október.