Óbreytt atvinnuástand Atvinnuástand í ágústmánuði var nánast óbreytt frá júlímánuði samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eða um 1,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði.

Óbreytt atvinnuástand Atvinnuástand í ágústmánuði var nánast óbreytt frá júlímánuði samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eða um 1,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Nokkur breyting verður á samsetningu atvinnuleysisins, þannig að það dregur úr því á höfuðborgarsvæðinu, en það vex að sama skapi á landsbyggðinni. Það er breyting frá því sem verið hefur, því atvinnuleysi hefur heldur verið í vexti undanfarna mánuði á höfuðborgarsvæðinu.

Atvinnuleysið það sem af er þessu ári hefur verið um 2% af mannaflanum að meðaltali, sem er miklu meira en verið hefur samfellt undanfarin ár.