Fyrirtæki Orðtak hf. mun engin lán taka til fjárfestinga - segir Steingrímur Steinþórsson hjá Orðtaki hf. á Hvammstanga Hvammstanga. Nýlega undirritaði viðskiptaráðherra samning við Orðtak hf.

Fyrirtæki Orðtak hf. mun engin lán taka til fjárfestinga - segir Steingrímur Steinþórsson hjá Orðtaki hf. á Hvammstanga Hvammstanga. Nýlega undirritaði viðskiptaráðherra samning við Orðtak hf. - Fjarvinnslustofu, á Hvammstanga um tölvuskráningu hlutafélagaskrár. Þetta er fyrsta stóra verkefnið sem unnið er á vegum Orðtaks hf. en ýmis smærri verkefni hafa verið unnin á stofunni síðan hún var stofnuð síðastliðið vor. Af þessu tilefni hitti Morgunblaðið Steingrím Steinþórsson framkvæmdastjóra Orðtaks hf. að máli til að fræðast nánar um starfsemina.

- Hvaða gildi hefur það fyrir Orðtak að fá verkefni eins og hluta félagaskrána?

"Þessi samningur við viðskiptaráðuneytið er auðvitað afar mikilvægur fyrir okkur því í honum felst ákveðin viðurkenning stjórnvalda á mikilvægi svona starfsemi. Þarna fáum við líka tækifæri til að sýna fram á að hægt er að vinna verkefni sem þessi á hagkvæman hátt úti á landi ekki síður en í Reykjavík. Ég held að það sé víða ákveðin vantrú meðal fólks á því að fara með verkefni af þessu tagi út áland, ekki síst meðal íbúa landsbyggðarinnar sjálfra. Þarna sköpum við því ákveðið fordæmi og vonandi er þetta fyrirboði þess að ríkisstofnanir og einkafyrirtæki flytji ýmsa starfsemi af þessu tagi út áland og hamli þannig gegn fólksflóttanum frá landsbyggðinni.

Þetta er einnig heilmikið fjár hagsspursmál fyrir okkur. Með þessu verkefni skapast töluverð vinna og við fáum inn tekjur til aðhalda áfram uppbyggingu fyrirtækisins. Enn sem komið er höfum við aðeins fjárfest í lágmarksbúnaði. Það hefur verið stefna fyrirtækisins frá upphafi að byggja reksturinn á eigin fé og taka engin lán hvorki til fjárfestinga né rekstrar. Þannig er hugmyndin að byggja fyrirtækið upp eftir því sem fjárhagurinn leyfir og verkefni berast. Hlutafélaga skráin gerir okkur því kleift að fjárfesta í ýmsum nauðsynlegum búnaði fyrr en við höfðum gert okkur vonir um."

- Hvað er þetta stórt verkefni?

"Ætli það taki ekki tæpa tvo mánuði að slá inn alla skrána miðað við að unnið sé á 3-4 tölvum allan daginn. Síðan þarf að lesa allt verkið yfir, þannig að við getum sagt að þetta skapi 5-6 störf þessa tvo mánuði."

- Hvað tekur svo við?

"Það er ekki komið á hreint, en við eigum í viðræðum við nokkra aðila um allstór verkefni. Það eru annars vegar skráningarverkefni, en hins vegar umbrotsverkefni. Undirbúningur þeirra er kominn misjafnlega vel á veg, en við gerum okkur vonir um að næsta stóra verkefni geti hafist fljótlega eftir að þessu lýkur.

En við einskorðum okkur þó alls ekki við svona verkefni því við tökum að okkur alls kyns smáverk, svosem útgáfu fréttabréfa, kynningarbæklinga, þýðingar og raunar allt sem lýtur að tölvuskráningu. Við ætlum að leggja áherslu á fréttabréfaútgáfu með dálítið nýstárlegu sniði. Við bjóðum mönnum að vinna verkið frá grunni, jafnvel að semja fyrir þá textann ef því er að skipta. Við getum séð um samskiptin við prentsmiðju, og jafnvel séð um útsendingu fréttabréfanna.

Við leggjum líka áherslu á að skila af okkur verkinu á sem skemmstum tíma, jafnvel 2-3 dögum. Nú, hafi menn ekki áhuga á slíkum pakka geta þeir að sjálfsögðu einnig fengið einstaka verkþætti unna hjá okkur.

Í sambandi við verkefni hjá okkur á næstunni þá munum við líka hafa nóg að gera við að sinna innra starfi stofunnar. Við munum fljótlega fara út í námskeiðahald, bæði fyrir starfsfólkið og fyrir hluthafa sem fengu loforð um námskeið í kaupbæti, þegar þeir keyptu hlut í fyrirtækinu. Þá er einnig fyrirhugað að halda almenn námskeið ef áhugi er fyrir því. Á þessum námskeiðum verður til að byrja með farið í ýmiskonar grunnatriði, stýrikerfi og einstakan hugbúnað. Svona námskeið eru mikilvægur þáttur í starfsemi fjarvinnslustofa, því við teljum eitt mikilvægasta hlutverk þeirra vera að útbreiða þekkingu á tölvu- og upplýsingatækninni, og gera fólk þannig hæft um að taka að sér störf á þessu sviði.

- Hvernig hefur gengið að fá starfsfólk að stofunni og hvernig eru starfskjör þess?

"Það hefur tekist merkilega vel að fá starfsfólk, en flestir hafa þó verið í hlutastarfi. Fólkið hefur unnið sem verktakar, þar sem við höfum ekki treyst okkur til að ráða fólk í fast starf fyrr en við sjáum fram á að við höfum næg verkefni. Annars held ég að kjör fólksins hafi verið alveg þokkaleg. Það hefur verið greitt eftir afköstum og launin hafa verið þetta 4-600 krónur á tímann. Við ákváðum að leyfa sem flestum að spreyta sig á verkefninu, óháð því hvort menn væru vanir eða ekki, og þótt sumir hafi hætt, hefur langflestum tekist að ná viðunandi hraða við innsláttinn."

- Fjarvinnslustofan er óneitanlega nokkuð nýstárlegt fyrirtæki. Hvaða gildi heldur þú að það hafi fyrir héraðið?

"Því er erfitt að svara, og það verður bara að koma í ljós. Miðað við þær viðtökur sem stofnun fyrirtækisins fékk hjá íbúum í sýslunni er þó að sjá sem þeir telji þetta vera álitlegan kost í atvinnumálum. Ég held að ef vel tekst til þá muni svona fyrirtæki geta haft mikil áhrif á búsetu, bæði hér í Vestur-Húna vatnssýslu og annars staðar þarsem fjarvinnslustofur verða stofnaðar. Fjarvinnslustofan ætti að geta dregið að sér fólk með ýmiskonar menntun og kunnáttu og þannig hamlað gegn atgervisflóttanum sem hrjáir landsbyggðina. Það eru einmitt svona fyrirtæki sem landsbyggðin þarf á að halda, en ekki bara fyrirtæki í frumframleiðslugreinum. Eina leiðin til að halda ungu fólki heima hjá sér er að geta boðið því vinnu í samræmi við menntun þess og það ættu fjar vinnslustofur að geta gert."

- Nú ferð þú úr öruggu starfi sem yfirkennari við grunnskólann hér á Hvammstanga til að stjórna nýju fyrirtæki. Er þetta ekki talsverð áhætta fyrir þig?

"Það held ég varla. Ég tók mér eins árs leyfi frá kennslunni til aðkoma þessu af stað og hef raunar aldrei litið á þetta sem neina óskaplega áhættu. Ég hef verið mjög bjartsýnn á möguleika svona fyrirtækis og miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið vítt og breitt í þjóðfélaginu, sýnist mér ég hafi alls ekki verið of bjartsýnn. Ég hef líka alltaf verið dálítið nýjungagjarn og lítið fyrir að hjakka í sama farinu. Þarna fékk ég tækifæri til að glíma við nýtt og spennandi verkefni og það var allt of freistandi tilað hægt væri að hafna því."

- Getur þú séð fyrir þér hvernig framtíð fjarvinnslustofunnar gæti orðið?

"Ég er nú ekki mikill spámaður, en ég vonast til þess að fyrirtækið geti vaxið svo að það geti haft stöðuga og sæmilega launaða vinnu fyrir svona 10-12 manns í framtíðinni. Þó að fólki á Reykjavíkursvæðinu þyki slíkt fyrirtæki kannski ekki stórt er það samt töluvert fyrir stað eins og Hvammstanga. Þetta er auðvitað allt háð því hvernig til tekst og hvernig okkur gengur að ná til viðskiptavina. Hér er um að ræða nýja atvinnustarfsemi á landsbyggðinni og við verðum bara að vona að forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja skilji að þeir geti haft hag af því að skipta við fjarvinnslu stofurnar um leið og þeir stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni."

- Karl

Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson

SAMNINGUR - "Samningurinn við viðskiptaráðuneytið um tölvuskráningu á hlutafélagaskrá er afar mikilvægur fyrir okkurþví í honum felst ákveðin viðurkenning stjórnvalda á mikilvægi svonastafsemi," segir Steingrímur Steinþórsson framkvæmdastjóri Orðtaks. Myndin er tekin við undirritunina, f.v.: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra lítur íbygginn á Steingrím skrifa undir.

Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson

TÖLVUSNILLINGUR - Skyldi þetta vera upprennandi tölvusnillingur? Ætla mætti það eftir því sem orðtakið segir: Snemma beygist krókurinn.