Verðbréfasjóðir Fyrstu ávöxtunartöl ur frá Landsbréfum FYRSTU tölur yfir ávöxtun í verðbréfasjóðum Landsbréfa hafa nú verið birtar eftir að starfsemi sjóðanna hófst.

Verðbréfasjóðir Fyrstu ávöxtunartöl ur frá Landsbréfum

FYRSTU tölur yfir ávöxtun í verðbréfasjóðum Landsbréfa hafa nú verið birtar eftir að starfsemi sjóðanna hófst. Hæstu ávöxtun gaf Sýslubréfadeild eða 9,1% umfram lánskjaravísitölu og er það hærri ávöxtun en sjóðir annarra verðbréfafyrirtækja gáfu á sama tímabili. Aðrir sjóðir Landsbréfa gáfu 6-7,9% raunávöxtun.

Eign verðbréfasjóða Landsbréfa nemur nú alls 290 milljónum króna. Að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar, deildarstjóra, eru einstaklingar helstu kaupendur bréfa en einnig hefur verið nokkuð um kaup fyrirtækja á skammtímabréfum þ.e. svonefndum Reiðubréfum.

Þann 1. ágúst sl. námu heildareignir verðbréfasjóða hér á landi 12,6 milljörðum sem skiptust á 21 verðbréfasjóð hjá fjórum verðbréfafyrirtækjum. Nánari upplýsingar um ávöxtun verðbréfasjóða eru birtar í peningamarkaði Morgunblaðsins.