Efnahagsörðugleikar Svía: Jafnaðarmenn hyggjast fækka ríkisstarfsmönnum um 10% Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.

Efnahagsörðugleikar Svía: Jafnaðarmenn hyggjast fækka ríkisstarfsmönnum um 10% Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.

MEÐAL þess sem ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Ingvars Carlssons ráðgerir tilað vinna Svía út úr þeim efnahagsvanda sem þeir eru komnir í er að segja upp 10% ríkisstarfsmanna og skerða sjúkratryggingar. Stjórnin mun leggja fram neyðaráætlanir sínar um ráðstafanir í efnahagsmálum á morgun eða laugardag.

Meðal þess sem þar verður kynnt er niðurskurður á framlögum til heilbrigðismála og meðal annars verður hætt að borga bætur fyrir fyrsta veikindadag.

Mikil leynd hefur hvílt yfir ráðstöfunum og er stjórn jafnaðarmanna sögð eiga í miklum erfiðleikum með að koma málinu í höfn í þingflokknum.

Meðal þess sem lekið hefur til fjölmiðla er að gert sé ráð fyrir niðurskurði útgjalda og sparnaði upp á a.m.k. 25 milljarða sænskra króna, jafnvirði 245 milljarða ÍSK. Einnig að ríkisstarfsmenn verði 10% færri innan þriggja ára en þeir eru nú.

Allan Larsson fjármálaráðherra spáði því í gær að þjóðin myndi ærast þegar efnahagsráðstafanirnar yrðu kynntar. Nýlegar deilur um bensínverðhækkun yrðu eins og stormur í vatnsglasi miðað við það sem í vændum væri.

Stig Malm, formaður sænska alþýðusambandsins, hefur varað við hinum fyrirhuguðu ráðstöfunum og sagt að það væri lágmarkskrafa samtakanna að stjórnin skerti ekki kjör þeirra lægst launuðu og þeirra sem minnst mættu sín í þjóðfélaginu.

Ingvar Carlsson