Pappírsiðnaður Endurvinnsla pappírs og mengunarvarnir
VEGNA vaxandi áhuga á umhverfismálum hafa Félag íslenska prentiðnaðarins og pappírsfyrirtækið Hvítlist hf. fengið tillandsins Norðmanninn Tore Strand til að halda erindi um þróun á endurunnum og klórfríum pappír til prentunar. Guðjón Sigurðsson, eigandi Hvítlistar sagði að það væri algengt að fólk ræddi um endurvinnslu, klórfrían pappír, sýrufrían pappír o.fl. án þess að hafa fullan skilning á því hvað þessi hugtök merktu í raun. Hann sagði að tilgangur erindanna væri að skýra þróun þessara mála, útskýra hugtök og víkka sjóndeildarhring þeirra sem áhuga hafa.
Tore Strand er tæknilegur framkvæmdastjóri og sérfræðingur í pappírsvinnslu hjá Basberg Papir a/s. Aðalstarf Strand undanfarin ár hefur verið að miðla upplýsingum frá fyrirtækjum í pappírsiðnaði til yfirvalda og almennings. Eins hefur hann unnið mikið starf í þvíað hvetja til þróunar á mengunar minni framleiðsluaðferðum á pappír. Tore Strand hefur skrifar fjölmargar greinar í blöð og tímarit og kennt pappírsfræði við fagskóla í Noregi.
Að sögn Guðjóns er hér um að ræða fræðslufundi frekar en beina fyrirlestra þar sem fólki verður gefinn kostur á að spyrja Strand út úr. Strand heldur hér tvö erindi. Hið fyrra er í dag kl. 20-22 í húsakynnum Félags íslenska prentiðnaðarins að Háaleitisbraut 58-60. Þar verður aðallega fjallað um nýjungar í prentpappír og vandamál við tækniþróun. Þetta erindi er einkum ætlað prenturum og þeim sem vinna með pappír í prentsmiðjum. Síðara erindið er á morgun kl. 15-17 á sama stað og er það ætlað áhuga- og fagfólki um pappír, t.d. útgefundum og forsvarsmönnum prentiðnaðar, grafískum hönnuðum, formælendum náttúruverndarsamtaka, skjala- og bókavörðum o.fl. Aðalefnið í því erindi er endurvinnsla, klórfrír pappír og varðveislugildi pappírs.